Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024
Rakel McMahon No pretending, 2022
Teikning, trétlitir og blek á pappír
15 x 21 cm
Rakel McMahon (IS) (f.1983) býr og starfar í Reykjavík og Aþenu. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014. Rakel McMahon hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum auk annarra menningarlegra viðburða á Íslandi og víða erlendis. Meðal nýlegra sýninga eru: Gjörningaþoka í Listasafni Reykjavíkur, Dialectic Bubble í Listval Hörpu, No Pretending Í Þulu Gallerí, Ég sé stjörnurnar en ekki heiminn í Gallerí Undirgöngum og myndlistarhátíðin Head to Head í Aþenu, Grikklandi.