Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Margrét Rut Eddudóttir
Samvinna I, 2022

Pastel
49 x 64 cm

Magga Eddudóttir hefur undanfarið unnið mikið með þurrpastel á pappír, textíl sem unnin er með blandaðri tækni og polymer-leir. Margrét nálgast viðfangsefnið sitt með því að myndgera tilfinningar á einfaldan og einlægan hátt. „Ég forðast of mikla rökhyggju við gerð verka minna og þá sérstaklega pastelverkin. Þær nálgast ég sem eins konar hugleiðslu. Hið líkamlega sem miðillinn kallar á og hin mjúka, berskjaldaða áferð pastellitanna endurspegla fullkomlega mjúka inniviði huga míns og líkama.“Þótt viðfanginu sé ekki einungis ætlað að tala til kvenna hafa þau sterk feminísk áhrif og tilgang. Útkoma þessarar tilfinningareiðar tekur á fyrirbæri sem við eigum flest sameiginlegt. Gegnum gangandi tengsl eru þó þvert yfir alla miðla. Líkamstengsl við okkar innra, andlega ástand. Margrét Eddudóttir er fædd og uppalin að mestu í Reykjavík en að hluta í Bandaríkjunum. Árið 2007 kláraði hún fornám Myndlistaskóla Reykjavíkur og hóf BA-nám í Myndlistadeild LHÍ sem hún lauk 2010. Fyrstu einkasýningu sína hélt hún í Deiglunni á Akureyri árið 2011. Síðasta einkasýning Margrétar bar heitið “Úr myrkri” og var haldin í Gallerí Fold sumarið 2022. Sú sýning var framhald af fyrrum sýningum Margrétar; Emotional Skwigglery, A Birds Manifestation og Úthverfu sem einnig var haldin í Gallerí Fold árið 2020.

This auction has ended

There are no bids.

Nánari upplýsingar

Pastel
49 x 64 cm