Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Ólöf Kristín Helgadóttir
Augnablik, 2013

Efniviður verksins er ljósmynd prentuð á perlupappír, og glerið skilur sig aðeins frá myndinni.. hangir laust yfir myndinni með texta sem skorinn er út á sandblástursfilmu en fyllir ekki út í rammann.
76 x 52 cm

Verkið er mjög breytilegt eftir birtuskilyrðum og fjallar um þau óræðu augnablik sem verða til þegar ólíkir einstaklingar mætast og til verður einhvers konar skilningur þeirra á milli. Slík augnablik eiga sér einnig stað meðal gamalla vina, jafnvel innan sjálfsins. Þetta er snertiflötur, þetta andartak smitað af skilningi og samþykki og þótt augnablikið sé gjarnan fljótt að líða hjá getur tilfinningin lifað áfram. Setningarnar eru teknar úr lengri textum (eftir mig). Ég reyni að setja ákveðnar tilfinningar í orð, án þess að segja of mikið. Áhorfandinn þarf rými fyrir eigin skynjun, út frá eigin upplifunum. Textinn skilur sig frá ljósmyndinni í takt við óræðni augnablikanna. Þau eru til staðar en samt ekki, eitthvað sem erfitt er að greina.

Ólöf Kristín Helgadóttir (f. 1989) lauk stúdentsprófi frá listnámsbraut Borgarholtsskóla 2009 og fornámi sjónlistadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík 2010. Hún útskrifaðist frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands 2013 en fór þá einnig í skiptinám við Edinburgh College of Art í listrænni samtímaljósmyndun 2012. lýsing hefur mjög mikil áhrif á þetta verk og skemmtilegt hvernig textinn verður misáberandi td poppar allt í einu fram í sólarljósi og svona. Ólöf býr og starfar í Reykjavík.

This auction has ended

Bjóðandi Upphæð Boð sett inn þann:
r******7 45.000 kr. 2023-03-15 16:55:05
Upphafsverð 40.000 kr. 08/03/2023 12:00

Nánari upplýsingar

Efniviður verksins er ljósmynd prentuð á perlupappír, og glerið skilur sig aðeins frá myndinni.. hangir laust yfir myndinni með texta sem skorinn er út á sandblástursfilmu en fyllir ekki út í rammann.
76 x 52 cm

Verkið er mjög breytilegt eftir birtuskilyrðum og fjallar um þau óræðu augnablik sem verða til þegar ólíkir einstaklingar mætast og til verður einhvers konar skilningur þeirra á milli. Slík augnablik eiga sér einnig stað meðal gamalla vina, jafnvel innan sjálfsins. Þetta er snertiflötur, þetta andartak smitað af skilningi og samþykki og þótt augnablikið sé gjarnan fljótt að líða hjá getur tilfinningin lifað áfram. Setningarnar eru teknar úr lengri textum (eftir mig). Ég reyni að setja ákveðnar tilfinningar í orð, án þess að segja of mikið. Áhorfandinn þarf rými fyrir eigin skynjun, út frá eigin upplifunum. Textinn skilur sig frá ljósmyndinni í takt við óræðni augnablikanna. Þau eru til staðar en samt ekki, eitthvað sem erfitt er að greina.