Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Alda Lilja
Án titils, 2022

Hvítur jarðleir
17×13 cm

Listaverkið er handbyggt úr hvítum jarðleir sem er svo málaður með til þess gerðum leirlitum og glerjaður með glærum glerung og er bakað tvisvar í leirofni. Verkið er gert árið 2022. Efni verksins eru tvær manneskjur í faðmlögum, sem eru samt sama manneskjan. Hugsunin er sú að önnur þeirra er persóna sem lifir við krónísk veikindi á góðum degi, og sú bláa er sama manneskja á erfiðum degi. Þær eru óaðskiljanlegar. Blómin sem umlykja þær báðar tákna umhyggju sem hún sýnir sjálfri sér, sérstaklega þegar hún er langt niðri og tilfinningarnar og raddirnar í kring um hana segja henni að hún sé minna virði. Báðar eiga skilið ást og umhyggju, úr eigin hjarta og frá öðrum, með þessu verki vil ég ýta á móti þeirri hugmynd að virði manneskju komi einungis frá framleiðni og starfsgetu. Gróðurinn styrkir þær og með sjálfsmildi og ást er verða lægðirnar oft örlítið bærilegri. Innblásturinn kemur úr eigin lífi um andleg veikindi og ég vona að það tali til fólks sem baslar við andleg- og/eða líkamleg veikindi.

Alda Lilja (hún/hán) er myndlýsir og listamanneskja, fædd árið 1991. Hán er staðsett í Amsterdam, Hollandi, fædd og uppalin í Reykjavík. Alda er útskrifaðist sem myndlýsir (e. Illustrator) úr Arts University Bournemouth árið 2018 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu ár við hin ýmsu verkefni. Flesta daga vinnur hún með stafrænar teikningar, en eyðir öllum mánudögum í keramikstúdíóinu að búa til skúlptúra úr leir. Leirinn hefur orðið hin besta leið til að vinna úr tilfinningum og hefur verið frábær leið til að vinna úr áföllum.

This auction has ended

Bjóðandi Upphæð Boð sett inn þann:
k**************e 16.000 kr. 2023-03-10 07:17:45
Upphafsverð 15.000 kr. 08/03/2023 12:00

Nánari upplýsingar

Hvítur jarðleir
17×13 cm

Listaverkið er handbyggt úr hvítum jarðleir sem er svo málaður með til þess gerðum leirlitum og glerjaður með glærum glerung og er bakað tvisvar í leirofni. Verkið er gert árið 2022. Efni verksins eru tvær manneskjur í faðmlögum, sem eru samt sama manneskjan. Hugsunin er sú að önnur þeirra er persóna sem lifir við krónísk veikindi á góðum degi, og sú bláa er sama manneskja á erfiðum degi. Þær eru óaðskiljanlegar. Blómin sem umlykja þær báðar tákna umhyggju sem hún sýnir sjálfri sér, sérstaklega þegar hún er langt niðri og tilfinningarnar og raddirnar í kring um hana segja henni að hún sé minna virði. Báðar eiga skilið ást og umhyggju, úr eigin hjarta og frá öðrum, með þessu verki vil ég ýta á móti þeirri hugmynd að virði manneskju komi einungis frá framleiðni og starfsgetu. Gróðurinn styrkir þær og með sjálfsmildi og ást er verða lægðirnar oft örlítið bærilegri. Innblásturinn kemur úr eigin lífi um andleg veikindi og ég vona að það tali til fólks sem baslar við andleg- og/eða líkamleg veikindi.