Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Guðný Magnúsdóttir
Án titils, 2022

Olía á striga
21 x 29,7 cm

Myndverkin sem Guðný setur fram tengjast hughrifum hennar af íslenskri náttúru en eru einnig myndir sem tengjast sálrænu rými og andlegum upplifunum. Hún leiðir okkur í ferðalag þar sem áhorfandinn skynjar að þarna er eitthvað meira en það sem augað sér. Guðný Magnúsdóttir byrjaði ung að teikna og mála og fékk listrænt uppeldi. Hún ólst að mestum hluta upp í sveit í mikilli nálægð við náttúruna. Guðný segir um upplifanir sínar af náttúrunni, „Náttúran er allskonar eins og við mannfólkið. Mild, mjúk, björt og falleg, svo og hrá, stórbrotin, ofsafengin og villt. Við þurfum því alltaf að umgangast hana af virðingu, eins og hvort annað.” Guðný hefur sótt fjölda námskeiða hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og Master class námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni myndlistarmanni. Stundar nám við listmáladeild Reykjavíkur

This auction has ended

There are no bids.

Nánari upplýsingar

Olía á striga
21 x 29,7 cm