Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Ragnheiður Ingunn
Snjóbungur, 2022

Steinleir
50 x 24 cm
Verkin eru steypt í mörg minni gifsmót og skeytt saman eftir á, þannig að ekkert verk er eins, endurtekin athöfn sem speglar sig í mismunandi tilbrigðum.

Eitthvað svo brothætt
Eitthvað svo rétt
Eitthvað svo óstöðugt

Snjóbungur eru opin form sem líkt og skurn eggsins vísa til upphafs.
Verkin eru steypt í mörg minni gifsmót og skeytt saman eftir á, þannig að ekkert verk er eins, endurtekin athöfn sem speglar sig í mismunandi tilbrigðum.

Þegar ég horfi á skýin þá finnst mér ég ótrúlega lítil en á sama tíma eins og ég sé hluti af einhverju miklu stærra. Formin líta öll eins út við fyrstu sýn en vinnuferlið hannar ófullkomleika sem gera hvert og eitt form einstakt. Þau mynda heildarmynstur eins og í náttúrunni. Þessi tjáning á stemningu andrúmsloftsins hátt uppi á himni, ósnertanlegum. Mig langar að móta þessa skammvinnu fegurð í eitthvað sem ég get snert og gert að minni eigin fegurð.“

Ragnheiður Ingunn er lærður myndlistarmaður og hönnuður, lauk Mastersgráðu í Iðnhönnun árið 1998 í Domus Academy í Mílanó á Ítalíu og Diploma í Myndlist árið 1991 við L’école des Arts Décoratifs í Strassborg í Frakklandi. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga auk þess að taka þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Ragnheiður Ingunn vinnur á jaðri handverks og iðnaðar og eru engin hennar tvö verk nákvæmlega eins. Hún leyfir handverkinu að njóta sín og vil að hlutirnir sínir beri þess merki hvort þeir eru renndir, steyptir eða handmótaðir.

This auction has ended

There are no bids.

Nánari upplýsingar

Steinleir
50 x 24 cm
Verkin eru steypt í mörg minni gifsmót og skeytt saman eftir á, þannig að ekkert verk er eins, endurtekin athöfn sem speglar sig í mismunandi tilbrigðum.

Eitthvað svo brothætt
Eitthvað svo rétt
Eitthvað svo óstöðugt

Snjóbungur eru opin form sem líkt og skurn eggsins vísa til upphafs.
Verkin eru steypt í mörg minni gifsmót og skeytt saman eftir á, þannig að ekkert verk er eins, endurtekin athöfn sem speglar sig í mismunandi tilbrigðum.

Þegar ég horfi á skýin þá finnst mér ég ótrúlega lítil en á sama tíma eins og ég sé hluti af einhverju miklu stærra. Formin líta öll eins út við fyrstu sýn en vinnuferlið hannar ófullkomleika sem gera hvert og eitt form einstakt. Þau mynda heildarmynstur eins og í náttúrunni. Þessi tjáning á stemningu andrúmsloftsins hátt uppi á himni, ósnertanlegum. Mig langar að móta þessa skammvinnu fegurð í eitthvað sem ég get snert og gert að minni eigin fegurð.“