Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Guðný Margrét Magnúsdóttir
Kertastjaki, 2021

Kertastjaki eða blómavasi fyrir 1 blóm
Renndur í rennibekk í steinleir og handmálaður
33 x 11 cm

Kertastjakinn getur einnig notast sem vasi fyrir eitt blóm t.d. bæði fyrir mjó kerti og kubbakerti og eru lokaðir ca um miðjuna og geta því einnig haldið vatni og nýtast þar með líka fyrir blóm.

Guðný Margrét Magnúsdóttir er leirlistarmaður, kennari og menningarstjórnandi. Hún hefur lokið Meistaranámi í menningarstjórnun við Háskólinn á Bifröst, kennsluréttindanámi við Listaháskóla Íslands og námi við Myndlistar- og Handíðaskóli Íslands, Keramikdeild. Hún var í starfsnámi í Helsinki meðal annars við Listiðnarháskólann Ataneum, síðar TAIKO. Guðný hefur tekið þátt í samsýningum á norðurlöndunum, Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, Japan og Kóreu og haldið 14 einkasýningar hér á landi og erlendis. Hún hefur stundað listkennslu, lengst af við Myndlistaskóla Reykjavíkur, ásamt fyrirlestrahaldi hér á landi og erlendis. Hún hefur verið þátttakandi í rekstri nokkurra listamannarekinna gallería, þar á meðal Keramikgalleríinu Kaolín frá árinu 2013. Hún hefur stundað margvísleg störf sem tengjast félagsstörfum, myndlist, hönnun og leirlist og stjórnun listviðburða, setið í stjórn Listasafns Íslands og innkaupanefnd, í dómnefnd um útilistaverk og í þrígang um úthlutun starfslauna myndlistarmanna. Guðný starfaði í verkefnastjórn meðal annars vegna þátttöku Íslands í Feneyjabíennalnum árið 2001 og faranadsýninguna Young Scandinavian Design 2000-2002.

This auction has ended

Bjóðandi Upphæð Boð sett inn þann:
m********5 18.000 kr. 2023-03-15 19:30:01
h******a 17.500 kr. 2023-03-15 18:08:41
m********5 17.000 kr. 2023-03-14 21:03:08
b***********s 16.000 kr. 2023-03-14 20:53:31
m********5 12.000 kr. 2023-03-11 20:45:21
Upphafsverð 10.000 kr. 08/03/2023 12:00

Nánari upplýsingar

Kertastjaki eða blómavasi fyrir 1 blóm
Renndur í rennibekk í steinleir og handmálaður
33 x 11 cm

Kertastjakinn getur einnig notast sem vasi fyrir eitt blóm t.d. bæði fyrir mjó kerti og kubbakerti og eru lokaðir ca um miðjuna og geta því einnig haldið vatni og nýtast þar með líka fyrir blóm.