Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Bjarni Sigurðsson
Án titils, 2022

Keramik
32 x 15 cm

Bjarni Sigurðsson útskrifaðist frá Aarhus Kunstakademi árið 2000. Hann er meðlimur í Danske Kunsthaandværkere og Design, Leirlistafélagi Íslands og SÍM. Verk Bjarna einkennast af einföldum, hreinum formum og fjölbreyttum og kröftugum glerungum sem gerir hvert verk einstakt. Allir glerungar Bjarna eru unnir frá grunni og skipta þeir þúsundum. Bjarni lítur á glerungagerðina sem leik þar sem ýmsar hefðbundnar verklagsreglur um glerunga og meðferð þeirra eru brotnar í veiðleini hans til að fá fram nýstáleg litabrigði í glerungnum. Verkin eru oftast með mörg lög af glerungnum sem krefst þess að brenna þarf þau mörgum sinnum. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis og eru verk hans í eigu fyrirtækja og einstaklinga um allann heim. Bjarni er með samning við eina virtustu lífstílsverslun Bandaríkjanna, ABC Carpet and Home í New York.

This auction has ended

There are no bids.

Nánari upplýsingar

Keramik
32 x 15 cm