Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Vera Líndal
Af öllu afli, 2022

Akrýl og olíu pastel / rammi Fura
70 x 70 cm

Vera (f. 1987) er uppalin á Akranesi. Hún fann fyrst listræna köllun sína í barnaskóla, í myndmennt hjá bæjarlistarmanninum og kærum nágranna, Bjarna Þór, og vissi strax að frekara listnám lægi fyrir henni. Eftir grunnskóla sótti Vera nám á Myndlistarbraut í FB og hélt áfram að þróa tækni, skilning og eigin getu. Því næst nam hún við Myndlistarskóla Reykjarvíkur þar sem hún hvíldi blað og striga en tileinkaði sér nýja tækni í mótun og sköpun leirmuna og glerverka. Í dag er Vera útskrifaður Mannfræðingur frá Háskóla Íslands, með diplóma í „Special Effects Makeup“ frá Mask Makeup & Airbrush Academy og stundar nú nàm í notendaupplifun hjá UX Design Institute. Vera hefur haldið þrjár einkasýningar á eigin verkum og tekið þátt í fimm samsýningum.

This auction has ended

Bjóðandi Upphæð Boð sett inn þann:
b***********7 55.000 kr. 2023-03-15 18:58:13
Upphafsverð 50.000 kr. 08/03/2023 12:00

Nánari upplýsingar

Akrýl og olíu pastel / rammi Fura
70 x 70 cm