Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Eva Ísleifs, Katrín Inga Hjördísardóttir Jónsdóttir, Rakel McMahon
Dialectic Bubble

Risograph-prent á pappír með texta / verkin eru hluti af gjörningi.
A3

Verkið Dialectic Bubble, sem var unnið af samstarfsteyminu “It´s the media not you!”, Evu Ísleifs, Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur og Rakel McMahon. Verkið var sýnt árið 2019 í Ltd. Ink Corporation í Edinborg og árið 2022 í Listval, Hörpunni, Reykjavík. Verkið, sem er frá árinu 2019 og var upphaflega gjörningur á húsþaki í Aþenu, fól í sér þriggja sólarhringa samtal á milli listamannanna sem eingöngu átti sér stað í rituðu máli. Útkoman voru 600 talblöðrur sem síðar voru skrásettar í bókina The Feminine Sublime sem kom út árið 2020. Með verkinu vildu listamennirnir skoða samtímis ýmsa óvissu og áhrifaþætti samtalsformsins og gjörningarlistformsins. Bæði eru þau hverful, bundin tíma og stað þar sem (framhalds) líf þeirra er alfarið háð skrásetningu í gegnum aðra listmiðla.

Eva Ísleifs (IS) (f.1982) í Reykjavík. Eva býr og starfar í Reykjavík og Aþenu á Grikklandi, hún er ein af stofnendum A – DASH í Aþenu. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og 2010 með MFA skúlpúr gráðu frá Listaháskólanum í Edinborg. Eva hefur haldið margar einkasýningar og samsýningar á Íslandi og í Grikklandi. Nýlega sýningar eru Top Model í Govan Project Space, Glasgow 2019. Hjólið, MHR, Reykjavík 2018 og Líkamleiki í Gerðarsafni 2018. Verkefni sem Eva hefur staðið að eru STAÐIR, myndlistartvíæringur á Vestfjörðum, með Þorgerði Ólafsdóttur. Í verkum sínum vinnur Eva með ímynd mannsins og er hversdagsleikinn og samfélagsrýni henni hugleikin. Verk Evu hafa oft húmoríska nálgun, þar sem vonin og vonleysið streitast á móti hvort öðru, en eftir standa mikilvægar spurningar um hvernig gildismat og verðmæti eru oft skilgreind í samfélaginu.

Rakel McMahon (IS) (f.1983) býr og starfar í Reykjavík og Aþenu. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í Hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014. Rakel hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga auk annarra menningarlegra viðburða á Íslandi og erlendis. Nýlegar sýningar eru About Looking í Gallerí Gamma 2018, I feel too much, real emotion í Gallerí Laugarlæk, 2018 og The Next Big Thong á Oslo Culture Night árið 2017. Einnig hefur hún komið að stofnun og skipulagningu sýningarverkefna og viðburða á sviði menningar og listar. Viðfangsefni og verk Rakelar hverfast oftar en ekki í kringum kyn, kynhlutverk, kynhneigð, staðalímyndir og samfélagslegum valdastrúktúr. Þar sem nálgun hennar og framsetning á verkum sínum einkennist gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu, húmor og endurmati á viðteknum samfélagsnormum.

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir (IS) (f. 1982) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr LHÍ 2008 og með BA gráðu í Listfræði úr HÍ 2012. Hún lauk MFA námi við School of Visual Arts in New York (2014) Katrín Inga hlaut viðurkenningu úr Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur (2017), Dungal viðurkenningu (2012), námsstyrk úr Guðmundu Andrésardóttur sjóðnum (2013) og Fulbright námstyrk (2012). Katrín hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum hérlendis og erlendis, má þar nefna einkasýningu í Nýlistarsafninu árið 2013 og samsýningu á High Line Art í New York árið 2017. Katrín hefur stofnað og rekið ýmis fyrirbæri tengt myndlist og vinnur iðulega í þágu listarinnar. Viðfangsefni Katrínar eru oft um hið félagslega og pólitíska landslag innan listanna sem hún tekst m.a. á við með aðferðum eins og skrifum, gjörningum og teikningum.

This auction has ended

There are no bids.

Nánari upplýsingar

Risograph-prent á pappír með texta / verkin eru hluti af gjörningi.
A3

Verkið Dialectic Bubble, sem var unnið af samstarfsteyminu “It´s the media not you!”, Evu Ísleifs, Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur og Rakel McMahon. Verkið var sýnt árið 2019 í Ltd. Ink Corporation í Edinborg og árið 2022 í Listval, Hörpunni, Reykjavík. Verkið, sem er frá árinu 2019 og var upphaflega gjörningur á húsþaki í Aþenu, fól í sér þriggja sólarhringa samtal á milli listamannanna sem eingöngu átti sér stað í rituðu máli. Útkoman voru 600 talblöðrur sem síðar voru skrásettar í bókina The Feminine Sublime sem kom út árið 2020. Með verkinu vildu listamennirnir skoða samtímis ýmsa óvissu og áhrifaþætti samtalsformsins og gjörningarlistformsins. Bæði eru þau hverful, bundin tíma og stað þar sem (framhalds) líf þeirra er alfarið háð skrásetningu í gegnum aðra listmiðla.