Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Valdís Ólafsdóttir
Blómakúpull

Handbyggður blómakúpull úr gráum steinleir
ca 7 x 12 cm

 

Valdís Ólafsdóttir útskrifaðist úr tveggja ára diplómanámi á keramikbraut frá Myndlistaskólanum í Reykjavík í maí 2020. Hún byrjaði að læra keramik árið 2014 í Myndlistaskóla Kópavogs og hefur unnið við það meðfram annarri vinnu og skóla síðan 2015 undir merkinu Dísa- Litlu hlutir lífsins. Valdís vinnur mest með postulín sem hún steypir í gifsmót og heillast mikið af ýmiskonar áferð og mynstri. Hún sker út einskonar óreglulegt ‘diamond cut’ mynstur og notar mikið litaðar sápukúlur sem hún blæs á postulínið. Einnig notar hún íslenskan svartan sand, ösku og vikur út í postulínið og gefur það fallega áferð og er tenging við hina íslensku náttúru. Að auki handmótar Valdís veggkúpla notar til þess ýmist steinleir eða hvítt og jafnvel svart postulín. Náttúrulegir og dempaðir litir heilla hana mest. Hún er með rúmgóða vinnustofu heima hjá sér í Kópavoginum.

This auction has ended

There are no bids.

Nánari upplýsingar

Handbyggður blómakúpull úr gráum steinleir
ca 7 x 12 cm