Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Alex Steinþórsdóttir
Forynja, 2023

Gouache á vatnslitapappír
30,5 x 23 cm

Verkið var málað sérstaklega fyrir verkefnið.

Alexandra Dögg Steinþórsdóttir fæddist á Akureyri árið 1991 en býr og starfar í Reykjavík. Hún er með MA í alþjóðasamskiptum frá HÍ og diplóma í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Alexandra notar listamannanafnið Alex Steinþórsdóttir og gerir maximalísk verk þvert á marga miðla. Alex sækir innblástur til þjóðsagna og goðfræða. Menningararfur og draugasögur hafa mikil áhrif á listina hennar og endurtúlkun þessa sagna fyrir nútíma veruleika. Það er sterkur femínískur undirtónn í verkunum hennar sem beina athygli að hlutverki kvenna í menningu og listum, til dæmis hlutverki kvenna í trúartextum og skrímslavæðingu óstýrilátu konunar. Það lá því beint við að gefa verk til styrktar heimildarmyndar um Endómetríósu enda er mikil þörf á frekari rannsóknum og úrræðum gegn þessum sjúkdómi.

This auction has ended

Bjóðandi Upphæð Boð sett inn þann:
a*******d 24.000 kr. 2023-03-15 19:59:38
a**********r 23.000 kr. 2023-03-15 19:40:01
a*******d 22.000 kr. 2023-03-15 19:27:39
a**********r 20.000 kr. 2023-03-08 20:30:06
s*******s 15.000 kr. 2023-03-08 18:31:04
t********s 11.000 kr. 2023-03-08 16:23:06
Upphafsverð 10.000 kr. 08/03/2023 12:00

Nánari upplýsingar

Gouache á vatnslitapappír
30,5 x 23 cm

Verkið var málað sérstaklega fyrir verkefnið.