Nánari upplýsingar
Reykbrenndur veggskúlptúr
Steinleir
24 cm í þvermál og 10 cm djúp.
Einstakur handgerður listmunur úr keramiki brenndur með fornri aðferð í holu með lifandi eldi. Reykurinn frá eldsmatnum býr til munstrið og litina. Frumöflin fjögur, jörð, vatn, eldur og loft eru þátttakendur í sköpuninn meðan munurinn er brenndur í holunni úti í náttúrunni. Á minni hnöttunum ofan á skúlptúrnum eru raufar þar sem hægt er að hengja skartgrip eða einhverja skreytingu á. Þessi gripur er sá eini sinnar tegundar. Engir tveir verða nokkurn tíma eins. Eftir brennslu er gripurinn meðhöndlaður með bývaxi.