Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Jana Birta Björnsdóttir
Eldgos, 2022

Vatnslitir
30 x 30 cm

Eldgosið 2021 í Geldingadölum veitti Jönu það mikinn innblástur að hún ákvað að myndskreyta og gefa út dagatal fyrir árið 2022 og var myndin hér á uppboðinu máluð í þeim tilgangi.

Jana Birta Björnsdóttir er fædd 1989 og starfar sem lífeindafræðingur á Landspítalanum. Frá 2017 hefur hún stundað listsköpun en heillaðist fljótt af vatnslitum. Hún hefur aflað sér þekkingu í gegnum námskeið á netinu og hefur einnig sótt námskeið hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlistarskóla Kópavogs. Jana hefur snert á ýmsum viðfangsefnum og má þar helst nefna seríu um birtingarmyndir fötlunarfordóma ásamt því að mála mikið af landslagsmyndum. Jana var ekki lengi að hugsa sig um þegar henni bauðst að leggja samtökunum lið þar sem þau sinna mikilvægu hlutverki í vitundarvakningu sjúkdóms sem hrjáir marga en svo fáir sjá og hafa skilning á.

This auction has ended

Bjóðandi Upphæð Boð sett inn þann:
e********n 16.000 kr. 2023-03-15 13:13:51
Upphafsverð 15.000 kr. 08/03/2023 12:00

Nánari upplýsingar

Vatnslitir
30 x 30 cm

Eldgosið 2021 í Geldingadölum veitti Jönu það mikinn innblástur að hún ákvað að myndskreyta og gefa út dagatal fyrir árið 2022 og var myndin hér á uppboðinu máluð í þeim tilgangi.