Kristín Pálmadóttir hefur eingöngu unnið að myndlist síðan hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1994 með BA í grafík. Hún hefur tengt ljósmyndun og grafík saman undanfarin ár. Auk þessa hefur hún unnið að olíumálun og haldið sýningar með grafík og málun samhliða. Verk hennar tengjast íslenskri náttúru, krafti hennar og breytingum.