Art auction to support an Icelandic documentary about endometriosis that the organization plans to produce in 2023-2024

Þórunn Birna
Vertu sterk, 2022

Olía á striga
50 x 50 cm

Lítil málverka sería sem fjallar um tvö ákveðin moment í lífi mínu með endó.
Bráðamóttakan: ég vil ekki vera þar en ég hef engin önnur ráð. Er með óbærilega verki sem enginn veit hvað skal gera í, ég fyllist vonleysi en hugsa samt “vertu sterk”.
Kvennadeildin: kvíði og stress lita dagan sem leiða upp að viðtali á kvennadeild. Fæ sömu svör og venjulega, það er ekkert hægt að gera. Kvíðinn tekur yfir á meðan ég hleyp út af spitalanum og tárin sem ég reyndi að halda aftur byrja að springa út. Eina sem ég næ að hugsa er “vertu jákvæð”.

Þórunn Birna Guðmundsdóttir er fædd árið 1999 í Reykjavík þar sem hún býr og starfar. Hún útskrifaðist með Diplómu í Listmálun árið 2022 frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist einnig þaðan með stúdentspróf árið 2019. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2020 í Núllið Gallerí sem bar nafnið “Það er bara eitthvað við hendur…” Þórunn er nú stödd í Bretlandi og stundar þat BA nám í Fine Arts við listaháskólan The University of Cumbria. Hún mun útskrifast þaðan sumarið 2023.Það sem drífur Þórunni áfram í hennar listsköpun er hún sjálf og erfiðleikarnir sem hennar daglegt líf hefur upp á að bjóða. Hún hefur verið mjög opin fyrir þessum erfiðleikum sem birtast sem ólæknandi krónískur sjúkdómur sem hefur hrjáð hana lengi. Þessa lífsreynslu nýtir hún mikið í starfi sínu þar sem hún varpar ljósi á þessa erfiðleika sem tengjast þessum sjúkdómi sem og óréttlætið sem hún verður fyrir sem veikur einstaklingur í nútímasamfélagi. Með því að nýta sjálfa sig og reynslu sína sem meginatriði í sköpunarferlinu hefur henni tekist að opna á mjög einlægan punkt í list sinni.

This auction has ended

There are no bids.

Description

Olía á striga
50 x 50 cm

Lítil málverka sería sem fjallar um tvö ákveðin moment í lífi mínu með endó.
Bráðamóttakan: ég vil ekki vera þar en ég hef engin önnur ráð. Er með óbærilega verki sem enginn veit hvað skal gera í, ég fyllist vonleysi en hugsa samt “vertu sterk”.
Kvennadeildin: kvíði og stress lita dagan sem leiða upp að viðtali á kvennadeild. Fæ sömu svör og venjulega, það er ekkert hægt að gera. Kvíðinn tekur yfir á meðan ég hleyp út af spitalanum og tárin sem ég reyndi að halda aftur byrja að springa út. Eina sem ég næ að hugsa er “vertu jákvæð”.