LISTVAL

Allur ágóði rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu.

SIGTRYGGUR BJARNI
Í minningu Kvarans II, 2016

Gouache á pappír
57 x 47 cm
Innrömmuð, spegilfrítt gler.

Árið 2016 áskotnuðust mér uppþornaðir þekjulitir (gouache) í talsverðu magni. Litina hafði dagað uppi í geymslum Myndlistaskólans í Reykjavík og orðið að steini að hætti trölla. Litirnir voru í eigu Karls Kvarans listmálara en hann andaðist 1989. Litirnir höfðu því þvælst um geymslur skólans í meira en 30 ár.

Karl Kvaran var okkar besti strangflatarmálari og gvasslitir voru í miklum metum hjá þeim listamönnum sem aðhylltust þetta form málverks á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.
Karl var þekktur fyrir að nota aðeins úrvals efni, pappír og liti og vöktu litirnir því áhuga minn.

Litirnir eru frá þremur framleiðendum og gefur það ákveðnar vísbendingar um aldur litanna. Nýlegustu túburnar eru frá hinum þekkta franska framleiðanda Lefranc & Bourgeois en minni og ellilegri túbur voru merktar Lefranc einum en litaframleiðendurnir Lefranc og Bourgeois sameinuðu krafta sína árið 1965 svo Lefranc litirnir eru allavega fimmtíu ára gamlir. Sínu uppþornaðastir og verst farnir voru þó litir frá enska framleiðandanum Newman´s en það fyrirtæki lagði upp laupana 1959. Stórkostlegir, bjartir og kraftmiklir litir.

Þegar ég fór að skoða litina betur varð ég mjög spenntur því marga af þeim litatónum sem túburnar innihéldu hafði ég aldrei séð áður. Bleu Azural, Bleu Pervenche, Bleu Espace. Vert Mousse, Alizarine Green og Yellow og Vermillion Orange eru til dæmis litir sem ekki er hægt að finna lengur.

Ég hófst þvi handa við að leysa litina úr steinrunnu ástandi sínu og hleypa þeim út í kosmósið eins og anda Alladíns úr lampanum. Mánaðarlöng vatnsböð með hrærum og hristingi dugðu best til að lífga litina við. Þeir urðu kannski ekki jafn þjálir í notkun og þeir höfðu verið áratugum fyrr. Samt skiluðu sér fallegir, bjartir og kraftmiklir litir og nokkurnvegin nothæfir til málunar.

Í minningu Kvarans II er önnur myndin sem ég málaði með litum meistara Kvarans. Motívið er skuggaspil mýrargróðurs í Héðinsfirði og litirnir tveir sem notaðir voru eru Touareq blár frá Lefranc og Bourgeois og Viridian grænn litur frá Newman´s.

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson

This auction has ended

Bidder Bid amount Bid time
l*****t 260.000 kr. 2022-03-31 17:49:07
Start auction 250.000 kr. 24/03/2022 18:00

Description

Gouache á pappír
57 x 47 cm
Innrömmuð, spegilfrítt gler.

Árið 2016 áskotnuðust mér uppþornaðir þekjulitir (gouache) í talsverðu magni. Litina hafði dagað uppi í geymslum Myndlistaskólans í Reykjavík og orðið að steini að hætti trölla. Litirnir voru í eigu Karls Kvarans listmálara en hann andaðist 1989. Litirnir höfðu því þvælst um geymslur skólans í meira en 30 ár.

Karl Kvaran var okkar besti strangflatarmálari og gvasslitir voru í miklum metum hjá þeim listamönnum sem aðhylltust þetta form málverks á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.
Karl var þekktur fyrir að nota aðeins úrvals efni, pappír og liti og vöktu litirnir því áhuga minn.

Litirnir eru frá þremur framleiðendum og gefur það ákveðnar vísbendingar um aldur litanna. Nýlegustu túburnar eru frá hinum þekkta franska framleiðanda Lefranc & Bourgeois en minni og ellilegri túbur voru merktar Lefranc einum en litaframleiðendurnir Lefranc og Bourgeois sameinuðu krafta sína árið 1965 svo Lefranc litirnir eru allavega fimmtíu ára gamlir. Sínu uppþornaðastir og verst farnir voru þó litir frá enska framleiðandanum Newman´s en það fyrirtæki lagði upp laupana 1959. Stórkostlegir, bjartir og kraftmiklir litir.

Þegar ég fór að skoða litina betur varð ég mjög spenntur því marga af þeim litatónum sem túburnar innihéldu hafði ég aldrei séð áður. Bleu Azural, Bleu Pervenche, Bleu Espace. Vert Mousse, Alizarine Green og Yellow og Vermillion Orange eru til dæmis litir sem ekki er hægt að finna lengur.

Ég hófst þvi handa við að leysa litina úr steinrunnu ástandi sínu og hleypa þeim út í kosmósið eins og anda Alladíns úr lampanum. Mánaðarlöng vatnsböð með hrærum og hristingi dugðu best til að lífga litina við. Þeir urðu kannski ekki jafn þjálir í notkun og þeir höfðu verið áratugum fyrr. Samt skiluðu sér fallegir, bjartir og kraftmiklir litir og nokkurnvegin nothæfir til málunar.

Í minningu Kvarans II er önnur myndin sem ég málaði með litum meistara Kvarans. Motívið er skuggaspil mýrargróðurs í Héðinsfirði og litirnir tveir sem notaðir voru eru Touareq blár frá Lefranc og Bourgeois og Viridian grænn litur frá Newman´s.

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson