Art auction to support an Icelandic documentary about endometriosis that the organization plans to produce in 2023-2024

Guðný Margrét Magnúsdóttir
Miðlungs vasi, 2021

Renndur á rennibekk í steinleir og handmálaður
9 x 11 cm

Guðný Margrét Magnúsdóttir er leirlistarmaður, kennari og menningarstjórnandi. Hún hefur lokið Meistaranámi í menningarstjórnun við Háskólinn á Bifröst, kennsluréttindanámi við Listaháskóla Íslands og námi við Myndlistar- og Handíðaskóli Íslands, Keramikdeild. Hún var í starfsnámi í Helsinki meðal annars við Listiðnarháskólann Ataneum, síðar TAIKO. Guðný hefur tekið þátt í samsýningum á norðurlöndunum, Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada, Japan og Kóreu og haldið 14 einkasýningar hér á landi og erlendis. Hún hefur stundað listkennslu, lengst af við Myndlistaskóla Reykjavíkur, ásamt fyrirlestrahaldi hér á landi og erlendis. Hún hefur verið þátttakandi í rekstri nokkurra listamannarekinna gallería, þar á meðal Keramikgalleríinu Kaolín frá árinu 2013. Hún hefur stundað margvísleg störf sem tengjast félagsstörfum, myndlist, hönnun og leirlist og stjórnun listviðburða, setið í stjórn Listasafns Íslands og innkaupanefnd, í dómnefnd um útilistaverk og í þrígang um úthlutun starfslauna myndlistarmanna. Guðný starfaði í verkefnastjórn meðal annars vegna þátttöku Íslands í Feneyjabíennalnum árið 2001 og faranadsýninguna Young Scandinavian Design 2000-2002.

This auction has ended

Bidder Bid amount Bid time
m********5 7.000 kr. 2023-03-14 16:50:24
b*****s 5.500 kr. 2023-03-14 11:30:08
Start auction 5.000 kr. 08/03/2023 12:00

Description

Renndur á rennibekk í steinleir og handmálaður
9 x 11 cm