Art auction to support an Icelandic documentary about endometriosis that the organization plans to produce in 2023-2024

Guðný Hafsteinsdóttir
Án titils, 2022

Steinleir
20 x 12 cm

„Guðný Hafsteinsdóttir er leirlistarkona en efniviður hennar einskorðast ekki við leir. Sem sjá má af verkum hennar er bakgrunnur hennar fyrst og fremst íslenskur en utan listnáms í Myndlista-og handíðaskóla Íslands hefur Guðný einnig numið og kynnst leirlist í Danmörku, Finnlandi og Ungverjalandi. Íslendingar eru söguþjóð og verk íslenskra listamanna einkennast oft á tíðum af frásagnarlegum þáttum. Þannig er einnig farið um mörg verk Guðnýjar. Minni fornrar, þjóðlegrar trúar öðlast nýtt líf í listilega gerðum svonefndum lausnarsteinum hennar, en slíkir steinar hafa frá fornu fari gegnt því hlutverki að auðvelda konum barnsburð. Ljóð fá að fylgja munum hennar úr garði og gera þá enn persónulegri og innilegri fyrir vikið. Persónur frá víkingatímanum skjóta kollinum upp úr glerflöskum sem klæddar hafa verið í nýjan búning. Í áþekkum verkum heldur Guðný minni íslenskra kvenna á lofti, endurvinnsla samtímans fær nýtt hlutverk í meðförum listakonunnar. Langt er þó frá því að þungi sögunnar og liðins tíma hvíli yfir verkunum og þau nýjustu einkennast af léttleika og gleði. Á nútímalegan hátt leitar Guðný í form úr daglegu umhverfi að innblæstri fyrir nytjahluti sína en þakrennur og regndropar eru kveikjan að formum bolla, bakka og brauðplatta. Í þeim má finna bæði lit heiðríkjunnar og form regndropanna. List Guðnýjar einkennist af hugmyndaauðgi, fjölbreytni, meðvitund um fortíðina og næmri tilfinningu fyrir samtímanum. Saman skapa þessir þættir litrík og forvitnileg listaverk.“ – Ragna Sigurðardóttir gagnrýnandi

This auction has ended

Bidder Bid amount Bid time
k****m 13.000 kr. 2023-03-15 15:38:57
Start auction 12.000 kr. 08/03/2023 12:00

Description

Steinleir
20 x 12 cm