There are no bids.
Steinleir
13,5 x 12,5 cm
Frá því að Auður fór á fyrsta námskeið í leirkeragerð árið 1998, eftir að hafa haft áhuga á leirlist frá barnæsku, var ekki aftur snúið. Hún sótti mörg keramiknamskeið, sérstaklega í Danmörku þar sem hún bjó í 10 ár, ásamt því að vera i starfsnámi á keramikbraut við AOF í Hadsten og að vinna á keramik vinnustofu Susanne Villemoes í 2 ár. Hún rak um tíma opna vinnustofu og galleríið Keramikhuset í Skørping í Danmörku. Árið 2009 útskrifaðist hún frá Myndlistaskólanum í Reykjavík með diploma úr Mótun. Í útskriftarverkefninu valdi hún að vinna með íslenskan arf og varð gamall tréútskurður úr Vídalínssafni fyrir valinu. Enn þann dag í dag er það uppáhalds viðfangsefni hennar þar sem hún heillast af gamla handverkinu ásamt andstæðunum í mjúku trénu og harða postulíninu. Auður brennir einnig rakukeramik þar sem hluturinn er brenndur í gasofni undir berum himni og síðan settur 900˚ heitur í sag, þetta skapar eld og reyk þar sem hver hlutur verður einstakur og aldrei hægt að segja með vissu hvernig lokaútlit hlutarins verður. Áhuginn og söknuðurinn eftir Íslensku nattúrunni og hennar litum meðan hún bjó í Danmörku segir mikið í mikið í hennar verkum þar sem þau hafa flest mjúk form og jarðlita tóna. Hún er með vinnustofu í Íshusi Hafnarfjarðar undir nafninu AG keramik.