Listaverkauppboð til styrktar íslenskri heimildarmynd um endómetríósu sem samtökin ætla að framleiða 2023-2024

Katrín V. Karlsdóttir
Heimar & geimar, 2021

Reykbrenndur veggskúlptúr
Steinleir
24 cm í þvermál og 10 cm djúp.

Einstakur handgerður listmunur úr keramiki brenndur með fornri aðferð í holu með lifandi eldi. Reykurinn frá eldsmatnum býr til munstrið og litina. Frumöflin fjögur, jörð, vatn, eldur og loft eru þátttakendur í sköpuninn meðan munurinn er brenndur í holunni úti í náttúrunni. Á minni hnöttunum ofan á skúlptúrnum eru raufar þar sem hægt er að hengja skartgrip eða einhverja skreytingu á. Þessi gripur er sá eini sinnar tegundar. Engir tveir verða nokkurn tíma eins. Eftir brennslu er gripurinn meðhöndlaður með bývaxi.

Katrín lærði leirlist í Listaháskóla Íslands. Verkin hennar bera merki tilraunastarfsemi þar sem eitt tekur við af öðru og tekur hún því fagnandi þegar eitthvað óvænt gerist í sköpunarferlinu, þá verða nýjar hugmyndir til. Hvert verk er einstakt, formað í höndunum sem mótvægi við fjöldaframleiðslu. Hún sérhæfir sig í að brenna í lifandi eldi. útkomunni er ekki alfarið hægt að stjórna. Náttúruöflin taka þátt í sköpuninni og getur útkoman orðið stórkostlegur óður til alheimsins.

This auction has ended

Bjóðandi Upphæð Boð sett inn þann:
rr 40.000 kr. 2023-03-15 19:31:38
d********s 38.000 kr. 2023-03-14 19:41:56
r********r 35.000 kr. 2023-03-12 15:49:32
a**********r 30.000 kr. 2023-03-08 20:27:50
Upphafsverð 15.000 kr. 08/03/2023 12:00

Nánari upplýsingar

Reykbrenndur veggskúlptúr
Steinleir
24 cm í þvermál og 10 cm djúp.

Einstakur handgerður listmunur úr keramiki brenndur með fornri aðferð í holu með lifandi eldi. Reykurinn frá eldsmatnum býr til munstrið og litina. Frumöflin fjögur, jörð, vatn, eldur og loft eru þátttakendur í sköpuninn meðan munurinn er brenndur í holunni úti í náttúrunni. Á minni hnöttunum ofan á skúlptúrnum eru raufar þar sem hægt er að hengja skartgrip eða einhverja skreytingu á. Þessi gripur er sá eini sinnar tegundar. Engir tveir verða nokkurn tíma eins. Eftir brennslu er gripurinn meðhöndlaður með bývaxi.